Inngangsdagur
Brottfarardagur
 

Gisting

Allar íbúðir hafa sjávarsýn.

Íbúðarhótelið Bajondillo í Torremolinos telur 619 íbúðir sem allar eru vel staðsettar svo njóta

megi einstaks útsýnis yfir alla Costa del Sol strandlengjuna.

Sérhver íbúð hefur lítið eldhús með ísskáp og eldhúsáhöldum svo þér líði eins og heima

hjá þér.

Baðherbergi eru fullbúin, rúm eru ýmist  ein- eða tvíbreið, tveir hægindastólar til einnar hliðar til aðskilnaðar og borð með stólum í stofu. Allar svalir eru búnar húsgögnum og þar er hægt

að njóta fallegs sólseturs, horfa yfir Miðjarðarhafið og njóta þægilegs hitastigs.

Viðbótarþjónusta í öllum íbúðum Bandojilla hótelsins er meðal annars: loftkæling, miðstöðvarhiti, gervihnattasjónvarp með erlendum sjónvarpsstöðvum, bein símalína, peningaskápur (aukagjald) og dagleg þrif (fyrir utan sunnudaga). Skipt er um handklæði daglega og rúmföt tvisvar á viku.

Fyrir þá sem leitast eftir góðum og endurnærandi svefni bjóðum við upp á latexdýnur. Þeir sem hafa séróskir um kodda geta valið á milli þriggja gerða af koddum.

Auk þess er gestamóttakan opin allan sólarhringinn og veitir upplýsingar um flug, bátsferðir, lestir, verslun, skoðunarferðir, bílaleigu, gjaldeyrisviðskipti og staðbundnar upplýsingar.

Bajondilla íbúðarhótelið er staðsett á ferðamannasvæði Torremolinos, í nokkurrra metra fjarlægð frá strönd og  í næsta nágrenni við miðbæinn þar sem finna má fjölda verslana, bari, ísbúðir og veitingastaða. Auk fyrirtækja, frístundasvæða og skemmtunar.

guia-michelin rentalcars guia-gps
Configurar cookies »